fimmtudagur, 16. apríl 2009

Afmælishlaupagort


Ég stóð við planið mitt og hljóp hálft maraþon eftir vinnu í dag.
Það var fínt hlaupaveður og þetta gekk ljómandi vel.
Þurfti ekkert að stoppa og hélt góðu (á minn mælikvarða) tempói.
Fór Reykjavíkurmaraþonhring, og tíminn var 2:07:00.
Ég er bara þokkalega ánægður með kallinn núna og finn endorfínið hríslast...

5 ummæli:

Unknown sagði...

Til hjamingju með daginn, gamli.

Nafnlaus sagði...

Hvað er langt síðan þú byrjaðir að hlaupa?

HT sagði...

Ég byrjaði fyrst að reyna að skokka síðsumars 2007. Þá akfeitur og másandi, nýhættur að reykja.
Tók stífa mánaðarskokksyrpu meðan ég var að vinna í Indlandi okt/nóv 2007.
Skokkaði svo sltrótt í Kaupmannahöfn veturinn 2007/8. Var farinn að komast 10 - 15 km þegar ég flutti heim vorið 2008. Var svo að koðna niður frá því í haust og fram yfir áramót. Það var svo um miðjan mars að ég fór að hlaupa með (á eftir öllu heldur) skokkhópi. Hef snarlagast á þessum mánuði, og held ég geti talsvert skánað ennþá...

Nafnlaus sagði...

Mér sýnist það :). Ég ætla að fylgjast með þér.

Nafnlaus sagði...

Mig vantar einmitt eitthvað til að ýta á eftir mér, annað en að sjá mig slappast niður hérna. Til hamingju með daginn um daginn og dugnaðinn alla daga.