þegar ég var strákur var sungið í vissum kreðsum (með dreymandi augnaráði):
Morgunblaðið brunnið er
við bálið þar var gaman
kommúnistar komu hér
og kveiktu í öllu saman
Birnir Bjarnasynir heimsins höfðu fyrir satt að þetta væri alveg planið og biðu bara eftir að kommaskríllinn kæmi æðandi með kyndlana.
Mér finnst alveg dásamlega kaldhæðnislegt ef mogginn drepst svo á endanum úr græðgi og kapítalisma.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einni viku
4 ummæli:
hvort deyr græðgin úr kapitalisma eða kapitalisminn úr græðgi?
Þetta eru tvær hliðar á sama pening...
Eitthvað rámar mig í þessa vísu - eða svipaða allavega...
tíhí :D
Skrifa ummæli