Það hefur mikið verið um að vera undanfarið.
Breytingar á öllum sviðum.
Nýtt land, nýtt heimili, ný vinna.
Þetta hefur allt gengið ótrúlega vel fyrir sig.
Hef svo sem búið í þessu landi áður
og mesta sjokkið yfir gauraganginum er að ganga yfir.
Nýji vinnustaðurinn er líka gamall,
og ótrúlega margt sem ekki hefur breyst
á þessum árum sem eru liðin.
Nýja heimilið er yndislegt.
Og nýja sambýliskonan er svo dásamleg
að stærsta letrið í tölvunni (72 punktar) dugar ekki
til að ég geti lýst því sómasamlega.
Lífið er auðvitað ekki eintóm hamingja.
Ég sakna barnanna minna,
var einmitt að ganga frá farinu fyrir þau hingað í sumar.
Hlakka SVO til að fá þau til mín.
En allt um allt er lífið gott!
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einni viku
Engin ummæli:
Skrifa ummæli