Elsku Sóley!
Í dag verð ég ekki hjá þér á afmælinu þínu í fyrsta sinn.
Það er svolítið sárt og skrítið.
Ég gleymi aldrei þessu augnabliki fyrir 14 árum, þegar ég stóð með þig í fanginu, nýbúinn að klippa á naflastrenginn, gjörsamlega að rifna úr stolti og gleði, svo uppnuminn að ég gleymdi að gá hvors kyns barnið væri.
Það sprungu sólkerfi í höfðinu á mér og allt annað í heiminum varð að aukaatriði á þessu augnabliki.
Allar götur síðan hef ég reynt að vera þér eins góður faðir og ég hef mögulega getað. Það hefur svo sem gengið misvel. Stundum hafa aðrir hlutir í lífinu fengið forgang, vinna og annað veraldlegt brölt,
Ég hef samt aldrei, ekki eina sekúndu, hætt að elska þig meira en lífið sjálft.
Og þó við höfum rifist og skammast eins og hundur og köttur einstöku sinnum, hef ég aldrei iðrast þess að eignast þig!
Gæti ekki hugsað mér betri dóttur!
Óska þér alls góðs í dag og alla daga, elsku barnið mitt.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einni viku
3 ummæli:
Ástin skín í gegn...til hamingju með dótturina.
Til hamingju með dótturina. Falleg mynd.
Merci pour les mots chauds dans mon jardin!
Skrifa ummæli