þriðjudagur, 6. nóvember 2007

Sé fyrir endann...

á þessari Indlandsveru og finnst það ekki slæmt.
Er farinn að hugsa mikið heim, hvert sem það nú er og hvar sem það verður.
En Indland á eftir að hafa á mig áhrif, svo lengi sem ég lifi...
Veit ekki hvernig ég get lýst upplifuninni.
Kannski einna líkast og að bíta í ávöxt sem leit svo vel út í skálinni
og finna að hann er orðinn allt of þroskaður, saman við sætt, klígjulegt bragðið, blandast einhver keimur af rotnun og dauða...
Þessar brjálæðislegu andstæður, annars vegar ótrúlegt óhóf.
Og svo nakin eymdin inn á milli, og allir eru bara blindir, yppa í mesta lagi öxlum...
Reddast í næsta lífi...
Og á meðan skemma gamlar konur á sér bakið,
svo við velmegunarfólkið komumst ótrufluð leiðar okkar...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég kannast við rooosalega margt sem þú lýsir hér á blogginu, ýmsum upplifunum hér og þar í færslunum. Hef dvalið um lengri og skemmri tíma í Nepal, komst aldrei til Indlands, svo það er enn á planinu. Fékk lungnabólgu í fyrstu löngu ferðinni og var með hvítvoðung í þeirri síðari. En, ég var marga mánuði ef ekki misseri að melta það sem fyrir augu bar.

HT sagði...

Já, það á eftir að taka langan tíma að melta Indland. Róm var nú heldur ekki brennd á einum degi...

En hei!
Takk fyrir komuna.
-HT

Nafnlaus sagði...

Hejsan. Mín var ánægjan ;)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég hreinlega skil ekki afhverju ég hef ekki villst hér inn fyrr-fróðlegt og skemmtilega skrifaðir pistlar.
Hafðu það gott, SVanfríður