Þegar ég var ungur drengur að alast upp í Kópavogi,
var margt fólk sem setti svip á bæinn.
Af ýmsum ástæðum.
Einn af þeim sem settu hvað mestan svip á unglingsárin mín
var Pétur Leifur Pétursson.
Í dag barst mér andlátsfrétt hans.
Psi var einhver mesti ljúflingur og fagurkeri sem ég hef kynnst.
Leiftrandi húmoristi, sem alltaf gat séð broslegar hliðar allra mála.
Hann var lífsnautnamaður í besta skilningi þess orðs.
Plötu- og bókasafnið sem hann hafði komið sér upp strax á unglingsaldri var með ólíkindum.
Þeir voru ófáir listamennirnir sem ég sá og heyrði fyrst hjá honum.
Þó hann væri tveimur árum eldri en ég gaf hann sér tíma til að spjalla,
rétta mér bók til lestrar
eða spila fyrir mig lag sem ég þyrfti að heyra.
Hann hafði ótrúlega þolinmæði
gagnvart þessum sérlundaða hrokagikk sem þetta skrifar.
Án hans hefði líf mitt verið snauðara á svo marga vegu.
Leiðir skildu, ég hafði ekki séð hann í mörg ár, frétt einstöku sinnum af honum á Spáni.
Og svo þessi ótíðindi í dag.
Af öðru tilefni var eitt sinn sagt:
Silfurkerin sökkva í sæ, en soðbollarnir fljóta.
Þó um seinan sé, langar mig samt að segja takk fyrir mig.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einum mánuði
4 ummæli:
Aaahh, Kópavogi. Vissi að ég átti að kannast við hann.
Falleg minningarorð.
Sæl og blessuð.
Ég get bara tekið undir þessi fallegu eftirmæli þín því að mín upplifun af Pésa var í fullu samræmi.
Hjartanlegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda og vina Péturs Leifs.
Sigvaldi Eggertsson
Þetta er fallega skrifað. Ég er forvitinn um þessa tilvitnun (sem raunar má líka túlka allt öðruvísi, í þá veru að hið einfalda og fábrotna sé lífvænlegra til lengdar en hið íburðarmikla), „Silfurkerin sökkva í sæ, en soðbollarnir fljóta.“ Hvaðan er þetta?
Ég las þetta þegar ég var pjakkur og setningin festist í mér.
Sjá hér:
http://www.snerpa.is/net/thjod/hafnarbr.htm
Skrifa ummæli