Fór í fyrsta hjólatúrinn eftir heimflutninginn í dag.
Skrítið að vera svona afgangsstærð í umferðinni.
Hvorki bíll né fótgangandi.
Samt gaman og gott að hjóla aftur.
Þó Danmörk sé sléttari er Ísland hollara.
Fjallahringurinn svo fallegur.
Mér þótti afar vænt um það sem ung kona sagði við okkur Betu í dag.
"Þið verðið örugglega gömul, þið hlæjið svo mikið"
laugardagur, 31. maí 2008
Afgangsstærð!
fimmtudagur, 29. maí 2008
Þögnin rofin!
Það hefur mikið verið um að vera undanfarið.
Breytingar á öllum sviðum.
Nýtt land, nýtt heimili, ný vinna.
Þetta hefur allt gengið ótrúlega vel fyrir sig.
Hef svo sem búið í þessu landi áður
og mesta sjokkið yfir gauraganginum er að ganga yfir.
Nýji vinnustaðurinn er líka gamall,
og ótrúlega margt sem ekki hefur breyst
á þessum árum sem eru liðin.
Nýja heimilið er yndislegt.
Og nýja sambýliskonan er svo dásamleg
að stærsta letrið í tölvunni (72 punktar) dugar ekki
til að ég geti lýst því sómasamlega.
Lífið er auðvitað ekki eintóm hamingja.
Ég sakna barnanna minna,
var einmitt að ganga frá farinu fyrir þau hingað í sumar.
Hlakka SVO til að fá þau til mín.
En allt um allt er lífið gott!
fimmtudagur, 15. maí 2008
miðvikudagur, 14. maí 2008
Siggi sprettur er...
eins og snigill þessa dagana.
Merkilegt hvað fólk hreyfir sig hægt.
Jæja, má ekki vera að þessu blaðri.
Rokinn...
þriðjudagur, 6. maí 2008
mánudagur, 5. maí 2008
Næstsíðasta vinnuvikan hafin...
hér við Eyrarsund.
Erfitt að halda fókus og einbeitingu,
hausinn fluttur á undan, allt of margt í gangi.
Tilhlökkun og kvíði fléttast saman.
En nýlegar fréttir setja einhvern veginn
hlutina í samhengi, hvað er mikilvægt og hvað ekki...
laugardagur, 3. maí 2008
Mikið lítur heimurinn nú betur út...
í gegnum botninn á glasi af heimagerðu latte.
Og þegar ástin mín býður mér góðan daginn og brosir til mín,
verður allt bæði gott og fallegt. Heimurinn fyllist af gleði og von.
Svo lít ég í kringum mig, horfi á börnin mín og finn hvað lífið er gott.
Svona...
fimmtudagur, 1. maí 2008
Tår i toget
Stundum er lífið rússibani, upp og niður og upp aftur.
Lítið sem maður getur gert annað en að halda sér fast,
og vona að allt fari á endanum vel.
Ég er búinn að ganga í gegnum mikla breytingatíma síðan í haust.
Sveiflast upp og niður, líða skelfilega og dásamlega og allt þar á milli.
Og ef ég hef eitthvað lært í vetur, þá er það að njóta augnabliksins.
Grípa daginn og leyfa mér að njóta. Fresta ekki og geyma ekki þar til seinna.
Sat í lestinni á leiðinni heim í kvöld og allt í einu helltist þetta yfir mig.
Hvað lífið getur verið stutt.
Svo kíkti ég á netið, 3G og allt það.
Sá að kærastan hafði skrifað svo fallega að ég táraðist.
Upplifði svo sterkt hvað ég er mikill gæfumaður.
Þökk sé þessu lífi...