Að skrá sig á Tinder
eða hringja í Vinalínuna
þarna er efinn...
miðvikudagur, 29. nóvember 2023
sunnudagur, 21. maí 2023
án titils
ef þú grætur
þig stundum í svefn
vegna þess að ég
er ekki hjá þér
þætti mér vænt um
að heyra frá þér
svo fljótt sem verða má
sunnudagur, 9. apríl 2023
Sjórekinn jakki af barni
Þar sem ég gekk með ströndinni,
þennan páskadagsmorgun í paradís,
sá ég ólögulega þúst á sandinum.
Þetta var jakki af barni.
Bara venjulegur mittisjakki,
með einangrun úr gerfiefni.
Greinilega búinn að velkjast lengi um Miðjarðarhafið.
Ég gat ekki annað en velt fyir mér,
hvernig þessi flík hafði rekið á fjörur.
Vonaði að velmegunarbarn að norðan
hefði gleymt sér við leik og gleymt jakka.
Fannst þó hitt líklegra að jakkinn kæmi að sunnan,
en samt upphaflega austan úr Asíu.
Saumaður af börnum fyrir börn,
fluttur norður og seldur í búð,
notaður um tíma og fleygt.
Kannski í rauðakrossgám
og fluttur aftur suður,
þangað sem næturnar eru ískaldar.
Þangað sem dagarnir eru brennheitir
og engin von í sjónmáli nema að ganga norður.
Koma að hafi, allslaus með börn,
upp á ónáð og miskunnarleysi varganna.
Sem gera sér mat úr voninni og allsleysinu
og lofa fari norður, í draumalöndin.
Svo er lagt á hafið í köldu skjóli nætur.
Þá er gott að vera í hlýjum jakka.
En það komast ekki allir bátarnir yfir.
Sumir jakkar (og krakkar) enda í sjónum.
Hvað voru þau að þvælast þetta?
Spyr svo fólk sem hefur aldrei horft
á börnin sín deyja úr þorsta.