Þgar ég ætlaði að fara að sofa í gærkvöld stóð allt í einu hersing af draugum við rúmgaflinn.
Af því sjónin er farin að daprast með aldrinum sá ég ekki framan í allar vofurnar, en nokkrar þekkti ég strax. Þarna voru aldursváin, afkomuóttinn, náttúruógnin, heimsósóminn, félagsfælnin, frammistöðukvíðinn og fjöldi annarra. Mér varð ekki svefnsamt og átti í mesta basli með að kveða þennan hóp niður. En áður en ég sofnaði, einhverntíma undir morgun hugkvæmdist mér ráð.
Ég þarf bara að hlaupa hraðar...
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einni viku
Engin ummæli:
Skrifa ummæli