miðvikudagur, 20. janúar 2010

Reikult er rótlaust þangið,
rekst það um víðan sjá.
Straumar og votir vindar
velkja því til og frá.

Fuglar flugu yfir hafið
með fögnuði og vængjagný,
- hurfu út í himinblámann
hratt eins og vindlétt ský.

Þangið, sem horfði á hópinn,
var hnipið allan þann dag.
Bylgjan, sem bar það uppi,
var blóðug um sólarlag.


Jóhann Sigurjónsson
1880 - 1919

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott ljóð.

Vonandi veit birting þess ekki á illt hjá þér samt.

HT sagði...

Ég á nú ekki von á því, mér finnst þetta bara fallegt og svo líður manni stundum soldið svona...

Nafnlaus sagði...

jámm einmitt.

Eva sagði...

Eitt af mínum uppáhalds. Ég held að öllum líði stundum svona. Maðurinn er alltaf einn.