mánudagur, 22. september 2008

Ég hef verið sakaður...


um væmni á þessu bloggi. Það má til sanns vegar færa. Ég verð stöðugt  að passa að detta ekki ofan í algjöra djöfulsins drulluvæmni.  En þegar ég sest niður og ætla að skrifa eitthvað er eiginlega bara tvennt í gangi í hausnum á mér. Ég sakna barnanna minna og ég er skotinn í kærustunni minni. Mundi drepa allt og alla úr væmni á nokkrum dögum ef ég skrifaði allt sem mér dettur í hug um þessa málaflokka. Ég hef stundum velt fyrir mér að finna mér eitthvað annað að skrifa um. Gerast veðurbloggari, kopípeista ljóð eða birta mataruppskriftir. Sé bara ekki tilgang með því.

Þannig að þið sitjið uppi með væmnina.
Gott á ykkur. Getið þá bara farið eitthvað annað...

3 ummæli:

Frú Sigurbjörg sagði...

http://www.youtube.com/watch?v=LZ4811Y5kCI

HT sagði...

Æ frekar svona:
http://www.youtube.com/watch?v=_vLkKWSs0_o

Frú Sigurbjörg sagði...

:D
Hvernig sem á það er litið - það er gott að vera væminn!