mánudagur, 22. mars 2010

Hamsturinn hefur orðið...


Ég hef hlaupið svolítið undanfarnar vikur.
Úti þegar viðrar þokkalega, en annars inni, í ræktinni, eins og hamstur á færibandi.
Á þessum innihlaupum hef ég ekki komist hjá því að taka eftir nokkru sem mér finnst stórundarlegt.
Nokkur hluti hlauparanna knáu svindlar. Þegar hlaupið stendur sem hæst, gerir þetta fólk sér lítið fyrir og stígur af bandinu, út á hliðarnar og stendur þar í lengri eða skemmri tíma. Á meðan snýst bandið á fleygiferð og kílómetramælirinn snýst og snýst. Með þessu móti getur fólk skammtað  sé bónus, farið kílómeterinn á svona áttahundruð metrum, allt eftir smag og behag. Mér finnst satt að segja einhver bankamannabragur á þessu en fyrst og fremst velti ég því fyrir mér, hvern fólkið er eiginlega að plata?