mánudagur, 26. október 2009

Svo stendur maður þarna...

og hugsar í þáskildagatíð.

Afhverju bjargast sumir en aðrir sökkva?

Ekki veit ég það, en ég finn að það læðist að mér hugsunin,
There but for the grace of God go I...

þriðjudagur, 6. október 2009

Veit svosem ekki afhverju...

en mér fannst þetta hrikalega fyndin mynd.




föstudagur, 2. október 2009

Loksins hefur mér tekist...



að koma afdráttarlausri skoðun á einhverju á framfæri. Ég sagði upp mogganum á dögunum og það hefur greinilega skilist að við kærðum okkur ekki um fleiri eintök inn á heimilið.  Það hafa altént ekki borist nein kynningareintök til okkar síðan. Mér dettur í hug hvort vera kunni að orðalagið "þið getið rúllað honum upp og stungið þangað sem sólin skín ekki" hafi verið það sem þurfti. Þeir sem fá óumbeðna "kynningaráskrift" og kæra sig ekki um hana, gætu reynt þessa orðræðu til að afþakka...