Í dag verður fóstra mín lögð til hinstu hvílu.
Mér finnst við hæfi að garðurinn blasir við frá Hraunbrautinni.
Þar bjó hún lengst og þar ólst ég upp, hjá henni.
Hún átti ekki merkilega æfi, ef mælt er á kvarða fyrirmenna og forseta.
Lífið var lengst af óttalegt basl, efnin lítil og tækifærin takmörkuð.
Það liggja ekki eftir hana stórvirkin eða minnisvarðarnir.
Og þó.
Hún kom fjórum börnum til manns þó hún eignaðist engin sjálf.
Það hefur margur haft meira og gert minna.
Og nú er hún farin.
Hún kvaddi þennan heim ekki baráttulaust.
Þó heilsan væri orðin léleg var lífsviljinn sterkur.
Og ég fékk að sitja hjá henni undir það síðasta.
Halda í hendina hennar og segja henni hvað mér þætti vænt um hana.
Það var sárt að horfa á hana deyja, en gott að geta verið hjá henni.
Takk fyrir allt, elsku Rósa mín.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einum mánuði
2 ummæli:
sendi þér mínar innilegustu samúðarkveðjur Hjalli.
Það er sárt að horfa á eftir góðu fólki. Votta þér samúð. Guðlaug Hestnes
Skrifa ummæli